Dagskrá um Jónas á degi bókarinnar


Dagskrá um Jónas á degi bókarinnar


Mánudaginn 23. apríl 2007, á Degi bókarinnar, stóð Rithöfundasamband Íslands fyrir dagskrá sem nefndist „Einstaklingur, vertu nú hraustur!“ og helguð var Jónasi Hallgrímssyni.

Davíð Stefánsson, Guðmundur Andri Thorsson, Hallgrímur Helgason, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingunn Snædal, Kristín Svava Tómasdóttir, Vilborg Davíðsdóttir og Þorsteinn frá Hamri völdu og fluttu ljóð eftir Jónas ásamt því sem þau fjölluðu um ástæður fyrir valinu.

Páll Valsson bókmenntafræðingur flutti erindi sem nefnist „Alefling andans og athöfn þörf - Jónas og nútíminn“ og Þórarinn Eldjárn skáld flutti erindi sem nefnist „Gaman hjá Jónasi“.

Í lok dagskrárinnar flutti Kvennakór Háskóla Íslands, undir stjórn Margrétar Bóasdóttur og við undirleik Sólveigar Önnu Jónsdóttur,  lög Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jónasar Hallgrímssonar.

Dagskráin fór fram í Iðnó.