Frímerki

Frímerki

Jónas Hallgrímsson –  200 ára fæðingarafmæli
útgáfudagur 8. nóvember 2007

Listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson, er eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar. Hann fæddist 16. nóvember 1807 að Hrauni í Öxnadal. Móðir hans var Rannveig Jónsdóttir og faðir hans Hallgrímur Þorsteinsson. Jónas var tekinn í Bessastaðaskóla 1823 og útskrifaðist þaðan 1829. Jónas, Brynjólfur Pétursson og Konráð Gíslason stofnuðu tímaritið Fjölni í mars 1834. Tómas Sæmundsson gekk síðar til liðs við þá þremenninga. Fyrsta blað Fjölnis kom út í byrjun sumars 1835. Þar birti Jónas kvæði sitt Ísland og var það fyrsta stórkvæði hans á prenti. Jónas var strax afkastamikill í sögu og ljóðagerð í Fjölni. Hann var náttúrufræðingur og ferðaðist víða um Ísland. Með skáldskap sínum í Fjölni varð Jónas einn af brautryðjendum rómantísku stefnunnar á Íslandi.

 (af vefnum postur.is)