Fyrirlestrar í KHÍ í febrúar


Fyrilestrar í KHÍ í febrúar

Í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar stóð Fagráð í íslensku við Kennaraháskóla Íslands, í samvinnu við Símenntun, rannsóknir, ráðgjöf (SRR) við KHÍ, fyrir fyrirlestrum um Jónas Hallgrímsson.

Fyrirlestrarnir voru haldnir í Bratta, öðrum fyrirlestrarsal Kennaraháskólans, alla miðvikudaga í febrúar milli kl. 16 og 17. Fyrirlestrarnir voru öllum opnir og aðgangur var ókeypis.

Dagskrá fyrirlestranna var eftirfarandi:

7. febrúar:

Fyrirlestur: Það er svo margt, ef að er gáð.
Kristján Jóhann Jónsson fjallar um viðhorf fræðimanna til listaskáldsins góða.

Fyrirlestur: Að vera sjálfum sér ólíkur.
Eysteinn Þorvaldsson fjallar um kvæðaþýðingar Jónasar Hallgrímssonar og áhrif þeirra.

14. febrúar:

Fyrirlestur: Jónas Hallgrímsson og þýska rómantíkin.
Baldur Hafstað fjallar um hvernig Jónas vann úr hugmyndum sem einkenndu þýsku rómantíkina

Fyrirlestur: Jónas Hallgrímsson og Íslandslýsing Bókmenntafélagsins: áform og aðdrættir.
Loftur Guttormsson fjallar um frumkvæði Jónasar að undirbúningi Íslandslýsingarinnar.

21. febrúar:

Fyrirlestur: Náttúrufræðin í lífi Jónasar Hallgrímssonar.
Stefán Bergmann fjallar um náttúrufræðinginn Jónas.

Fyrirlestur: Stuðlasetning í ljóðum Jónasar Hallgrímssonar.
Ragnar Ingi Aðalsteinsson fjallar um stuðlun í kvæðum Jónasar.

28. febrúar:

Fyrirlestur: Hvað er svo glatt?
Þórður Helgason fjallar um uppruna og þróun bragarháttarins í ljóðinu Vísur Íslendinga.

Fyrirlestur: Megas Hallgrímsson.
Guðmundur Sæmundsson fjallar um tengsl Megasar og Jónasar.