Fylgstu með okkur á Facebook

Fyrirlestur um Jónasarþýðingar

Þann 27. mars 2007 hélt Dick Ringler, prófessor emeritus við Wisconsinháskóla í Madison, opinn fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands.

Hann fjallaði um þýðingar á verkum Jónasar Hallgrímssonar og hvernig og hvort sé hægt að þýða form og merkingu skáldskaparins yfir á ensku.
Fyrir nokkrum árum kom út ritið Bard of Iceland sem hefur að geyma þýðingar fyrirlesarans á helstu skáldverkum Jónasar ásamt ítarlegum skýringum og æviágripi skáldsins.

Dick Ringler kenndi forníslensku og norræn fræði um meira en þriggja áratuga skeið við háskólann í Madison og er heiðursdoktor við Háskóla Íslands. Hann kemur til landsins í boði Sendiráðs Bandaríkjanna.

Fyrirlesturinn, sem var öllum opinn, var haldinn í stofu 132 í Öskju við Sturlugötu.
Til fróðleiks
  • Jónas Hallgrímsson og stjörnufræðin
  • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
  • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
  • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
  • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
  • Enn finnast bréf Jónasar
  • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
  • Jarðeldasaga Íslands
  • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn