Hátíðarsamkoma


Hátíðarsamkoma  í Þjóðleikhúsinu 16. nóvember 2007
í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar


Þann 16. nóvember verða 200 ár liðin frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar, þjóðskáldsins góða og eins fyrsta náttúrufræðings Íslendinga.

Af því tilefni verður haldin hátíðarsamkoma í Þjóðleikhúsinu undir heitinu
Þar sem háir hólar”.
Í dagskrá hátíðarsamkomunnar verða flutt verk Jónasar í bundnu máli og lausu og tónlist tengd kvæðum hans, og minning hans heiðruð með ýmsum hætti.  

Dagskráin verður sýnd beint í Sjónvarpinu og hefst útsending kl. 19:30.

Hátíðarsamkoman föstudaginn 16. nóvember er öllum opin og ókeypis aðgangur á meðan húsrúm leyfir, en þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í henni þurfa að tilkynna þátttöku sína til miðasölu Þjóðleikhússins (í s. 551 1200 eða með tölvupósti til midasala@leikhusid.is) og sækja aðgöngumiða sína fyrir kl. 18 miðvikudaginn 14. nóvember.
       
Gestir eru vinsamlegast beðnir að vera komnir í sæti sín í Þjóðleikhúsinu fyrir kl. 19:15 vegna sjónvarpsútsendingar frá samkomunni.

Kl. 18 verður blysför frá Aðalbyggingu Háskóla íslands að styttu Jónasar í Hljómskálagarðinum.


DAGSKRÁÍN Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU:
Meðal þátttakenda verða Matthías Johannessen skáld,
leikararnir
Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnar Jónsson, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Benedikt Erlingsson, Gunnar Eyjólfsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Ingvar Sigurðsson og Þórunn Lárusdóttir,
söngvararnir
Bergþór Pálsson og Gunnar Guðbjörnsson, Jónas Ingimundarson píanóleikari,
Drengjakór Reykjavíkur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar,
Kór Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur og
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.
Samantekt og leikstjórn er í höndum Sveins Einarssonar, en umgjörð hátíðarinnar skapar Vignir Jóhannsson.

Menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir flytur ávarp og afhendir verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu, en fæðingardagur skáldsins er helgaður íslenskri tungu eins og kunnugt er.