Á sumarvegi – Jónas Hallgrímsson í Kvosinni
Fimmtudagskvöldið 7. júní var haldið í fyrstu Kvöldgönguna frá Kvosinni í sumar. Þetta er þriðja sumarið sem menningarstofnanir Reykjavíkurborgar standa fyrir slíkum göngum á fimmtudagskvöldum og hafa vinsældir þeirra sífellt aukist.
Fyrsta ganga sumarsins var tileinkuð Jónasi Hallgrímssyni í tilefni þess að í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu hans og var hún í boði Borgarbókasafns.
Einar Ólafsson og Jónína Óskarsdóttir leiddu gönguna en farið var um slóðir Jónasar í Kvosinni og nágrenni hennar. Jónas bjó meðal annars í Aðalstræti og Suðurgötu en fleiri staðir í miðbænum tengjast einnig skáldskap hans og ævi þótt ekki sé hægt að segja að Jónas hafi verið mikill talsmaður eða aðdáandi bæjarins.
Gangan hófst í Grófinni, á milli Borgarbókasafns og Listasafns Reykjavíkur og var lagt af stað kl. 20.