Ljóðavefur Jónasar


Íslensk náttúra í ljóðum

Í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar heiðrar Mjólkursamsalan, í samstarfi við Hvíta húsið, minningu hans með útgáfu á nýju veggspjaldi og vef með íslenskum náttúruljóðum.

Þessi nýi vefur er langviðamesta safn íslenskra náttúruljóða sem nokkru sinni hefur verið tekið saman.  Um leið markar hann tímamót í því hvernig hægt er að nálgast fróðleik um íslenskar bókmenntir og náttúru á lifandi og myndrænan hátt.

Vefurinn er byggður þannig upp að  816 náttúrumyndir mynda andlit Jónasar og vísar hver mynd í atriðisorð úr ljóði sem tengist myndefninu.  Ljóð Jónasar skipa stærstan sess á vefnum en þar má finna alls 443 ljóð eftir 119 höfunda frá 19. og 20. öld.