Lyrik og landskab


Lyrik og landskab

Þann 3. ágúst 2007 var opnuð afmælissýning um Jónas Hallgrímsson á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn undir yfirskriftinni Lyrik og Landskab.

Á sýningunni er sjónum m.a. beint að Kaupmannahafnarárum Jónasar, 1831-1845. Sýningin er liður í Jónasarárinu svokallaða sem stendur frá 16. nóvember 2006 til 16. nóvember 2007. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra opnaði sýninguna og Ólafur Kjartan Sigurðsson, óperusöngvari, söng nokkur af ljóðum skáldsins.

Sýningin er opin til 21. október 2007