Sendiráð Íslands í Moskvu


Sendiráð Íslands í Moskvu

Þann 15. nóvember 2007 verður hátíðardagskrá á vegum Sendiráðs Íslands í Moskvu í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Áslaug Agnarsdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, heldur erindi um þjóðskáldin Jónas Hallgrímsson og Alexander Púshkín. Óskar Árni Óskarsson rithöfundur og bókavörður les eigin ljóð sem síðan verða lesin í rússneskri þýðingu. Sýndar verða kvikmyndir frá Íslandi og einnig verður tónlistarflutningur. Dagskráin verður í húsnæði Bókasafns erlendra bókmennta (Biblioteka inostrannoj literaturoj).

Sérstök dagskrá verður 16. nóvember í Háskólanum í Moskvu sem er helguð Degi íslenskrar tungu. Magnús K. Hannesson sendiráðsritari flytur ávarp, Áslaug Agnarsdóttir segir stúdentum frá Jónasi Hallgrímssyni og Óskar Árni Óskarsson les frumsamin ljóð. Igor Mokin, íslenskunemi, les þýðingar sínar á ljóðum Óskars og Vladimir Tikhomorov les þýðingu sína á Gunnarshólma. Prófessor Olga Smirnitskaja segir frá því hvaða þýðingu íslenskan hefur fyrir Rússa, Tatjana Shenjavskaja segir frá íslenskukennslu við Moskvuháskóla og nemendur flytja íslenska tónlist