Undir Hraundranga

Undir Hraundranga – Úrval ritgerða um Jónas Hallgrímsson (16.11.2007)Út er komin bókin Undir Hraundranga sem er úrval ritgerða um Jónas Hallgrímsson frá 19. öld til nútímans. Þar er að finna fjölbreytt skrif um ævi og örlög Jónasar, um vísindastörf hans og hugmyndaheim, um áhrifavalda og umhverfi hans. Fjallað er um mörg áhugaverðustu verk skáldsins og tekist á um túlkun þeirra.

Höfundarnir koma úr ólíkum áttum og í þeirra hópi eru ýmsir starfsmenn Háskóla Íslands fyrr og nú, einkum bókmennta- og textafræðingar en einnig náttúrufræðingar. Þeirra á meðal eru Arnþór Garðarsson, Dagný Kristjánsdóttir, Einar Ól. Sveinsson, Helga Kress, Jakob Benediktsson, Jón Karl Helgason, Sigurður Nordal, Sigurður Steinþórsson og Sveinn Yngvi Egilsson sem er ritstjóri bókarinnar. Í henni eru einnig ritgerðir eftir heiðursdoktorana Halldór Laxness, Oskar Bandle og Dick Ringler auk margra annarra.


Bókin er gefin út í tilefni af því að tvær aldir eru liðnar frá fæðingu Jónasar.

Útgefandi er Hið íslenska bókmenntafélag