Vísindamaðurinn Jónas Hallgrímsson


Vísindamaðurinn Jónas Hallgrímsson

Vísindafélag Íslendinga og Háskóli Íslands gengust fyrir ráðstefnu um vísindamanninn Jónas Hallgrímsson laugardaginn 29. september í hátíðarsal Háskóla Íslands, aðalbyggingu.

Jónas Hallgrímsson (1807-1845) er eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar en hann var einnig á sinni tíð einn færasti náttúrufræðingur Íslendinga og brautryðjandi á hinum ýmsu sviðum vísinda. Til að minnast þess og að nú eru liðin 200 ár frá fæðingu hans gengust Vísinda-félag Íslendinga og Háskóli Íslands fyrir ráðstefnu þar sem fjallað var um vísindastarf hans frá ýmsum sjónarhornum. Fluttir voru fimm fyrirlestrar.
Aðgangur var ókeypis og öllum heimill.

Dagskrá:
Kl. 13.30-15.10
Ráðstefnan sett: Einar Sigurbjörnsson, forseti Vísindafélags Íslendinga.

Sveinbjörn Rafnsson, sagnfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands:
Jónas Hallgrímsson og fræði fornra minja.
 
Sigurður Steinþórsson, jarðfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands:
Jónas og jarðfræðin 1830-1845.

Trausti Jónsson, veðurfræðingur, og Hilmar Garðarsson, sagnfræðingur:
Jónas Hallgrímsson og veðurathuganir á Íslandi um og upp úr 1840.

Kaffihlé

Kl.15.30-16.30
Guðrún Kvaran, prófessor og ritstjóri Orðabókar Háskólans:
Vatnareyðar sporðablik, málblíðar mæður og spegilskyggnd
hrafntinnuþök: Um orðasmíð Jónasar Hallgrímssonar.

Sveinn Yngvi Egilsson, íslenskufræðingur og dósent við Háskóla Íslands:
Jónas Hallgrímsson - náttúruskáld?