Stúlkan í turninum
Sinfóníuhljómsveit Íslands pantaði tónverk hjá Tryggva M. Baldvinssyn í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar og verður það frumflutt á tónleikum í kvöld, 15. nóvember.
Tryggvi byggir verkið á ævintýrinu, Stúlkan í turninum og fer sjálfur með hlutverk sögumanns á tónleikunum.
„Ég þekkti söguna vel, heyrði og las hana oft sem barn og fannst hún alltaf jafn spennandi" er haft eftir Tryggva í Morgunblaðinu 14. nóvember. „Því leið mér oft eins og ég væri að semja tónlist við kvikmyndina um ævintýri stúlkunnar, því að sagan stóð mér svo ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Stúlkan, uglan og leðurblakan góða fá sín stef sem heyrast eins og rauður þráður í gegnum allt verkið þrátt fyrir að taka nokkrum breytingum eftir framgangi sögunnar."