Jónas Hallgrímsson

Jónas Hallgrímsson fæddist að Hrauni í Öxnadal 16. nóvember 1807. Jónas var með lærðustu mönnum síns tíma. Hann var með guðfræðipróf, stundaði nám í lögfræði og lauk síðar prófi í náttúruvísindum frá Kaupmannahafnarháskóla. Jónas fór í viðamiklar rannsóknarferðir um Ísland og skrifaði nákvæmar dagbækur og skýrslur um íslenska náttúru. Auk vísindastarfa var Jónas virkur í útgáfu tímaritsins Fjölnis, hann orti fjölmörg kvæði, samdi sögur og þýddi erlend skáldverk á íslenska tungu.