Fylgstu með okkur á Facebook

Dýranna meðhöndlan

Varla getum vér hrundið frá oss þeim þanka að dýramorðið í það hæsta leyfist þá nauðsyn krefur, en aldrei til eintómrar skemmtunar; varla getum vér deyft hjá oss þá hugsjón að fyrri en keðjan þrýtur við hásæti hins eilífa, hljóti enn þá finnast 1000 lifandi verur á baki hvurra maðurinn stendur eins langt og rjúpan á baki veiðimannsins. Vei oss! ef þessir mattkari vildu fylgja því dæmi vér gefum þeim.

(Fram haldið síðar.)

Úr skólablaðinu Íris: „Iris – No.3. – 1826 – Föstudaginn 3ja Novmbr.“

Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (31 a I).

Heimild:

Haukur Hannesson, Páll Valsson, Sveinn Yngvi Egilsson (ritstjórar). (1989). Ritverk Jónasar Hallgrímssonar I. bindi: Ljóð og lausamál, bls. 327. Reykjavík: Svart á hvítu.

Til fróðleiks
  • Enn finnast bréf Jónasar
  • Vísubotn 2017 - vísnasamkeppni grunnskólanema
  • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
  • Dagur íslenskrar tungu 2017
  • Vísubotn 2016 - vísnasamkeppni grunnskólanema
  • Jarðeldasaga Íslands
  • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn