Valstika

Ferðir á Íslandi sumarið 1840

Jónas fór frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur þann 25. júní og dvaldi í Krýsuvík til 3. júlí.

Frá 4. til 12. júlí ferðaðist Jónas að Hjalla í Ölvesi, kom að Reykjum, fór upp í Hengil og í Grafning og dvaldi við Úlfljótsvatn. Skoðaði skeljar og kuðunga á Tungubökkum við Sog rétt ofan við Álftavatn.  Kom að Ásgarði, Hraunkotslæk í Grímsnesi, að bökkum Hvítár, að ferjustaðnum Arnarbæli og að Hjálmholti. Kom til Skálholts, að Geysi og til Þingvalla.

Frá 13. til 24. júlí ferðaðist Jónas að Reykholti, að Hreðavatni, að Baulu, að Móhelluflóa og í Hítardal. Kom að Rauðamelsölkeldum og að Breiðabólsstað þaðan sem hann fór um Drápuhlíð í Stykkishólm.

Frá 25. júlí til 5. ágúst kom Jónas að Hofstöðum og Breiðabólsstað þaðan sem hann fór yfir Hvammsfjörð að Staðarfelli. Einnig kom hann að Skarði, Stóraholti, í Garpsdal, fór um Tindafjall til Berufjarðar og kom að Reykhólum.

Frá 6. til 7. ágúst fór Jónas fyrir Þorskafjörð yfir Ódrjúgsháls að Brekku, fór yfir Gufudalsháls, fyrir Kollafjörð, yfir Klettsháls og fyrir Skálmarfjörð að Vattarnesi.

Frá 8. til 11. ágúst til lá leið Jónasar yfir Þingmannaheiði, fyrir Kerlingarfjörð og Kjálkafjörð og fyrir Vatnsfjörð að Brjánslæk þaðan sem hann fór eftir Barðaströnd, um Leikvöll í Fossfjörð og skoðaði surtarbrand í Þernudal.

Frá 12. til 15. ágúst fór Jónas um Otradal til Bíldudals og hélt þaðan yfir Hálfdan og um Tálknafjörð að Vatneyri og fyrir Patreksfjörð í Sauðlauksdal og kom svo aftur til Bíldudals.

Frá 16. til 21. ágúst fór Jónas yfir Arnarfjörð til Hrafnseyrar, kom í Tjaldanesdal og að Tröllakiki og fór yfir Hrafnseyrarheiði að Botni í Dýrafirði. Fór yfir Glámu að Botni í Mjóafirði, um Hestakleif að Arngerðareyri og í Reykjarfjörð og um Reykjanes.

Frá 22. til 31. ágúst ferðaðist Jónas að Ármúla, að Snæfjöllum, Sléttu, Grænuhlíð, til Aðalvíkur, að Látrum, um Straumneshlíð, til Rekavíkur og Aðalvíkur, yfir Jökulfirði að Stað á Snæfjöllum og aftur að Ármúla.

Frá 1. – 18. september lá leið Jónasar í Lágadal og yfir Steingrímsfjarðarheiði að Stað, til Selstrandar, að Felli í Kollafirði, um Mókollsdal og Ólafsdal, um Belgsdal í Saurbæ, um Sælingsdalsheiði og Svínadal að Hvammi, að Skörðum, um Bröttubrekku að Glitstöðum, að Hesti (Neðranesi), að Höfn, að Leirá og til Saurbæjar og um Svínaskarð, á Álftanes og til Reykjavíkur.

Jónas ferðaðist um Hafnarfjörð 22. september.

Frá 23. september til 6. október ferðaðist Jónas frá Reykjavík að Heiðarbæ, að Klausturhólum, að Hjálmholti, til Ólafsvalla og að Stóranúpi, um Eystrihrepp að Hruna, um Ytrihrepp að Hrepphólum, til Langholts, til Hraungerðis og að Laugardælum, um Hellisskarð í Miðdal og aftur til Reykjavíkur.

Þann 8. október fór Jónas um Laugarnes og út í Viðey.

Heimild:

Haukur Hannesson, Páll Valsson, Sveinn Yngvi Egilsson (ritstjórar). (1989). Ritverk Jónasar Hallgrímssonar II. bindi: Bréf og dagbækur (bls. 357-360). Reykjavík: Svart á hvítu.