Fylgstu með okkur á Facebook

Frá 8. júlí til 23. júlí ferðaðist Jónas frá Reykjavík að Reykjum í Ölvesi, að Laugardælum, að Kálfholti, að Odda á Rangárvöllum, að Kollabæ, að Eyvindarhólum, að Sólheimum, að Felli og Heiði og til Höfðabrekku, yfir Mýrdalssand að Búlandi, að Kirkjubæjarklaustri, að Hörgsdal, að Orustustöðum, að Núpstað og yfir Skeiðarársand að Sandfelli í Öræfum.

Frá 25. júlí til 10. ágúst ferðaðist Jónas frá Sandfelli í Öræfum að Hnappavöllum, yfir Breiðamerkursand að Reynivöllum í Suðursveit, að Kálfafellsstað, að Hoffelli, að Bjarnanesi, að Stafafelli í Lóni, að Svínhólum og yfir Lónsheiði til Starmýrar í Álftafirði, fyrir Álftafjörð og Hamarsfjörð að Búlandsnesi, til Djúpavogs og að Teigarhorni og aftur að Búlandsnesi.

Frá 10. ágúst til 24. ágúst ferðaðist Jónas frá Búlandsnesi til Djúpavogs, Teigarhorns, Berufjarðar, um Berufjarðarskarð í Breiðdal, að Gilsá í Norðurdal, yfir Reindalsheiði til Fáskrúðsfjarðar, að Dölum, yfir Stuðlaheiði að Stuðlum í Reyðarfirði, til Hólma, til Eskifjarðarkaupstaðar, að Helgustöðum, að Silfurlæk og aftur að Helgustöðum.

Frá 25. ágúst til 16. september ferðaðist Jónas frá Helgustöðum til Eskifjarðarkaupstaðar, yfir Eskifjarðarheiði, um Tungudal að Vallanesi, að Hallormsstað, að Bessastöðum, að Hengifossárgili, að Bessastöðum, að Ási í Fellum, yfir Fljótsdalsheiði að Skeggjastöðum á Jökuldal, að Fossvöllum, að Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð, yfir Hellisheiði, að Vindfelli og Virkisvík og aftur að Ketilsstöðum. Kom að Galtastöðum og fór um Tungu, að Kirkjubæ og aftur að Ási í Fellum og kom að Brekku þar sem hann dvaldi 17. til 24. september sér til heilsubótar.

Frá 4. til 14. október ferðaðist Jónas að Hengifossárgili, um Fljótsdal, að Brekku, og aftur að Hengifossárgili og kom að Brekku og að Vallanesi. Fór yfir Eskifjarðarheiði til Eskifjarðar og kom að Hólmatindi og Hólmum og aftur til Eskifjarðarkaupstaðar. 
 

Heimild:

Haukur Hannesson, Páll Valsson, Sveinn Yngvi Egilsson (ritstjórar). (1989). Ritverk Jónasar Hallgrímssonar II. bindi: Bréf og dagbækur (bls. 462-464). Reykjavík: Svart á hvítu.

Til fróðleiks
  • Jónas Hallgrímsson og stjörnufræðin
  • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
  • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
  • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
  • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
  • Enn finnast bréf Jónasar
  • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
  • Jarðeldasaga Íslands
  • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn