Valstika

Ferðir á Íslandi sumarið 1839

Jónas kom til Akureyrar frá Kaupmannahöfn þann 18. júní og dvaldi heima á Steinsstöðum í Öxnadal til 22. júní.

Frá 22. júní til 28. júní fór Jónas til Akureyrar með viðkomu á Bægisá og Laugalandi. Ferðaðist um Eyjafjörð og kom að Hrafnagili, til Saurbæjar, að Hvassafelli undir Fjöllum, kom aftur til Saurbæjar, fór að Leyningshólum, Úlfá, Villingadal og Torfufellsdal, kom aftur að Saurbæ og fór þaðan að Fjósakoti, Möðruvöllum, Samkomugerði og Grund, kom að Espihóli og fór þaðan til Akureyrar.

Frá 29. júní til 11. júlí kom Jónas að Syðra-Krossanesi og fór þaðan heim að Steinsstöðum. Fór til Akureyrar, til Glæsibæjar og kom svo aftur heim til Steinsstaða, kom að Bakka og dvaldi svo heima á Steinsstöðum, kom að Skriðu og að Auðbrekku og fór þaðan til Akureyrar.

Frá 12. júlí til 3. ágúst ferðaðist Jónas aftur að Hrafnagili og að Munkaþverárklaustri, fór yfir Vaðlaheiði ofan í Fnjóskadal og kom að Hálsi. Fór um Ljósavatnsskarð og Köldukinn að Rauðskriðu. Kom að Múla og Grenjaðarstað. Fór um Hvammsheiði til Húsavíkur. Fór út á Tungubakka, um Hallbjarnarstaðakamb og aftur til Húsavíkur.
Kom aftur að Grenjaðarstað og fór að Nesi og kom aftur að Grenjaðarstað og fór þaðan um Hólasand til Reykjahlíðar og til Húsavíkur.

Frá 4. - 15. ágúst ferðaðist Jónas út á Tjörnes og að Illugastaðahnjúk í Fnjóskadal og fór um Bíldsárskarð í Eyjaförð og kom svo aftur heim að Steinsstöðum.

Frá 16. - 25. ágúst ferðaðist Jónas um Austurdal í Skagafirði, Sandfjall, Illagil á Tinnárdal og yfir Nýjabæjarfjall í Torfufellsdal, um Skjóldal, Kamb og Þverárdal og kom svo aftur heim að Steinsstöðum.

Jónas kom til Reykjavíkur þann 7. nóvember eftir ferð suður frá Steinsstöðum, um Skagafjörð, Húnavatnssýslur og Borgarfjörð með viðkomu á Akranesi.

Heimild:

Haukur Hannesson, Páll Valsson, Sveinn Yngvi Egilsson (ritstjórar). (1989). Ritverk Jónasar Hallgrímssonar II. bindi: Bréf og dagbækur (bls. 316-317). Reykjavík: Svart á hvítu.