Uppi undir Arnarfelli,
allri mannabyggð fjær,
- það er eins satt og eg sit hér -
þar sváfu Danir í gær.
Og er þeir fóru á fætur,
fengu þeir eld sér kveikt,
og nú var setið og soðið
og sopið og borðað og steikt.
Ókunnugt allt er flestum
inni um þann fjallageim.
Þeir ættu að segja oss eitthvað
af Arnarfellsjökli þeim.