Valstika

Annes og eyjar

Jan 31, 2020

Veit eg út í Vestmannaeyjum


Veit eg út í Vestmannaeyjum
verður stundum margt í leyni;
séð hefi ég þar setið vera
Sigmundar á votum steini.
 
Hárið sítt af höfði drýpur
hafmeyjar í fölu bragði,
augum sneri hún upp að landi
og á brjóstið hendur lagði.
 
Viti menn að vogameyjar
vondar síst eru draugaskottur;
sat hjá henni’ í síðum klæðum
síra Jón minn, píslarvottur.
 
Sungu þau bæði sætt og lengi,
svo mér yndi var að heyra;
lagið var sem lagargjálfur,
lagði ég við það sólgið eyra.
 
Þar var margt um Tyrkjann talað;
tókst svo bæn – sem nú er vandi:
„vísaðu leið – og flyttu, faðir!
friðsamlega sjófarandi.“
 
Byssumaður, í bragði dimmur,
bjóst þá til að skjóta í leyni;
selir honum sýndust móka
Sigmundar á votum steini.
 
(Um það var svo kveðið: )
 
Selur sefur á steini,
svartur á brún og brá,
dindill aftan á –
Babel lá í leyni.
 
Höfuðið hæfa vildi,
hokinn bak við stein
skaut og hátt við hrein
gæfumaðurinn gildi.
 
Haldi þið ekki’ hann hitti!
hinn fór samt á stað
er kúlan kom honum að –
á dindilinn frá eg hún dytti.

Extra: Veit eg út í Vestmannaeyjum
Til baka