Valstika

Annes og eyjar

Jan 31, 2020

Við Sogið sat eg í vindi


Við Sogið sat eg í vindi,
sækaldri norðanátt,
og þótti þurrlega seta,
þar var af lifandi fátt.
 
En sólin reis in sæla,
sveipaði skýjum frá;
upp komu allar skepnur
að una lífinu þá.
 
Og svo var margt af mýi
- mökk fyrir sólu ber –
að Þórður sortnaði sjálfur
og sópar framan úr sér.

Extra: Við Sogið sat eg í vindi,
Til baka