Valstika

Annes og eyjar

Jan 31, 2020

Ein velmeint bænaráminning til G. M.


Þegar þú kemur þar í sveit
sem þrímennt er á dauðri geit,
og tíkargörn er taumbandið
og tófuvömb er áreiðið,
og öllu snúið öfugt þó
aftur og fram í hundamó,
svo reiðlagið á ringli fer
og rófan horfir móti þér;
veittu þeim draugi blundar bið,
bölvaðu ei né skyrptu við,
en signdu þig og sestu inn
sunnan og fram í jökulinn,
lúttu þar að sem loginn er
og láttu bráðna utan af þér;
og seinna, þegar sólin skín,
sendu geisla með boð til mín.

Extra: Þegar þú kemur þar í sveit
Til baka