Valstika

Annes og eyjar

Jan 31, 2020

Einbúinn


Yfir dal, yfir sund,
yfir gil, yfir grund
hef eg gengið á vindléttum fótum;
eg hef leitað mér að
hvar eg ætti mér stað,
út um öldur og fjöll og í gjótum.
 
En eg fann ekki neinn,
eg er orðinn of seinn,
þar er alsett af lifandi’ og dauðum.
Ég er einbúi nú,
og á mér nú bú
í eldinum logandi rauðum.

Extra: Yfir dal, yfir sund
Til baka