Ég veit það eitt að enginn átti
aðra eins móður, feðra gróða
safnaði guð, af ástarefni
aldin spratt, og friðar valdi.
Svo er orðin í Eyjafirði
ættin mín að frændur þína
lengi mun meðan lífið yngist
landið kjósa sér að hrósi.
Ég þakka þér allt, og enn þótt ekki
alaugum sjái leiðir háar
sonanna bestu sem að treysta
sannlega verði’ að þjóðarranni,
veit eg og skil eg samt í sveitum
svo muni vakna öld að rakni
hnúturinn versti og börnin bestu
blessi landið, firrist grandi.