Valstika

Annes og eyjar

Jan 31, 2020

Fegin í fangi mínu(Heinrich Heine)


(Heinrich Heine)

Fegin í fangi mínu
felur þú augun þín,
þinn er eg himinn, og þú ert
þekkasta stjarnan mín.
 
Djúpt undir okkur iðar
ósnotur mannaher,
aggast og æðir og blótar,
og allt hefir rétt fyrir sér.
 
Í fíflúlpum þeir flaksast
og finnast, og allt í einu
hlaupast á eins og hrútar
svo höfuðin verða’ ekki’ að neinu.
 
Sæl erum við í sóla-
sali þeim látum fjær;
þú hylur í himni þínum
höfuð þitt, stjarnan mín kær!

Extra: Fegin í fangi mínu
Til baka