Valstika

Annes og eyjar

Jan 31, 2020

Hugnun


Nautgæfa fóðurgrasið grær
á leiði móður þinnar þjáðu,
því ertu hljóður, frændi! sjáðu
hvar bóndi góður björg sér fær.
 
Þúfu sem slær hann undir er
sú ein sem kæran haft þig hefur,
í hjúpi væran dúr hún sefur;
heytuggu nær hann handa sér.
 
Hvar er nú prýðin fljóða frægst,
móðurorð blíð á mjúkum vörum,
málfærið þýða ljúft í svörum,
upplitið fríða ástarnægst?
 
Seinna meir skaltu sama veg;
raunar er kalt í rúmi þröngu
og rökkrið svalt – en fyrir löngu
þú veist það allt eins vel og ég.
 
Nú færðu ekki að sjá um sinn
meira af rekkju móður þinnar,
maðkur á bekki situr innar –
því hlærðu ekki, herra minn?

Extra: Nautgæfa fóðurgrasið grær
Til baka