Valstika

Annes og eyjar

Jan 31, 2020

Hví skyldi ég ei vakna við


Hví skyldi ég ei vakna við
og verki tömu sinna –
veit eg að stuttri stundarbið
stefin mín öngvir finna –
en fyrst þú gast svo góðs til mín,
get eg þá nema minnst til þín,
ættprýði mín og minna!
 
Man eg þú nefndir máttarbaðm
mætan, er geði ljúfu
þegar hún hvarf í föðurfaðm
flugmóða varði dúfu;
hann hefir blessað barnið sitt,
blómin þín skrýða landið mitt
þegar ég bý í þúfu.

Extra: Hví skyldi ég ei vakna við
Til baka