Kærðu þig ekki neitt um neitt,
þó nú sé farið að verða heitt,
brenndu mig upp til agna
. . .
Augun raunar eru þín,
upplitsbjarta stúlkan mín,
hitagler, ef hlýna;
sólargeislum innan að,
eg er búinn að reyna það,
safna þau, svo brímabað
brennir vini þína.