Lán, er vilt ei láta mér,
leikinn vil eg skakka þér;
gríp eg þig með hörðum höndum,
hertek þig og reyri böndum.
Fella skal eg ok þig á,
erja og sveitast skaltu þá,
loks úr mæddri mundu fellur
mækir þér – en und mér svellur.
Blóðrás döpur mæðir mig,
mitt á köldum banastig
hlýtur að slokkna lífið ljósa,
læst eg í því eg sigri hrósa.