Valstika

Annes og eyjar

Jan 31, 2020

Maren Havsteen


Leiði minnar móður,
mold grær holdi kæru,
andi sæll með öndum
unir, sæt tár væta.
Blessi jörð, en verðum
vinnu dýrri sinna,
hæstur guð, sem mesta
hylur von góðs sonar.
 
Sem þá á vori sunna hlý
sólgeislum lauka nærir
og fífilkolli innan í
óvöknuð blöðin hrærir;
svo vermir fögur minning manns
margt eitt smáblóm um sveitir lands,
frjóvgar og blessun færir.

Extra: Leiði minnar móður,
Til baka