Valstika

Annes og eyjar

Jan 31, 2020

Márinn forvitni (Heinrich Heine)


Márinn hann vita vildi hvað
af vörum fögrum streymir þér,
þig er hann sér á þessum stað
þrýsta þeim fast á eyra mér.
 
Márinn flögrar við fjöruborð,
forvitinn spyr hið ljósa kvöld:
„mundu það vera eintóm orð
eða brennandi kossafjöld?“
 
Síst veit nú kæra sálin mín
hvað svo mér friðar hug og geð;
orðin kossunum eru þín
svo undarlega vafin með.

Extra: Márinn hann vita vildi hvað
Til baka