Valstika

Annes og eyjar

Jan 31, 2020

Næturkyrrð (Heinrich Heine)


Ganga gullfætt
um götur bláar
og læðast léttfætt
ljósin uppsala;
varast smástjörnur
að vekja sofandi
foldina fögru
faðmi nætur í.
 
Hlustar hinn dimmi
Dalaskógur,
öll eru blöð hans
eyru grænlituð;
sefur nú Selfjall
og svarta teygir
skuggafingur
af skeiðum fram.
 
Hvað er það eg heyri?
hljómur ástfagur
og blíðmælt bergmál
í brjósti mínu;
eru það orð
unnustu minnar
eður sælla
söngfugla kvak?

Extra: Ganga gullfætt
Til baka