Valstika

Annes og eyjar

Jan 31, 2020

Óskaráð


Skoða handrit 

(Vinnukona kvartaði um að hún fengi ekki þjónustukaup)

Ég skal kenna þér að þjóna
þrælnum fyrir ekki neitt;
settu fyrst upp svarta skóna,
svo hann fari’ á þá að góna,
gerðu’ honum síðan helið heitt.

Ef hann mykist ei á þessu,
eins og stundum verða kann,
farðu þá sem fyrst til messu,
færðu þig í „bombasessu“-
kjólinn þinn, og kveddu hann.
 
En ef færðu ekki taman
annað hann við ráðið þitt,
þvoðu þér þá fyrst í framan,
farðu svo úr öllu saman –
það mun heppnast, hróið mitt!

Extra: Ég skal kenna þér að þjóna
Til baka