Hvurt ertu hniginn
af hifinstöðvum,
gullhærði röðull!
og götum blám.
Nú hefur Vestur
votum hjörum
svefngrindum snúið
og sæng þér gjörva.
Velta öldur
að veðhlaupi,
fýsast þig allar
fyrstar um sjá;
hægt þær hefjast
með hafriðu
og halla höfðum
að helgri sjón.
Fagurt er að líta
á ljósgeislum
hvílu hafða
hægt blundandi
brosfagra sól,
bregður öldum
bráð er burtför,
brennur ísgrá kinn.
Fellur þá faldur
inn fagurreifði
hallur af höfði
hafibornri mey –
þýtur í flótta
þrungin mæði,
felmtruð áður felst
í faðmi móður.
Blunda þú vært
í blæjum svölum,
ylsköpuður!
und unnum blám,
hafin er höll þín,
hvílir þögn yfir,
en aldin værð vakir
að védyrum.
Heim sér eg hverfa
á himinásum,
daprar ro stjörnur,
dagsbrún veldur.
Nú mantu ljósfari
á loft um stiginn;
leiddu þá und armi
unað – hár glóa!