Valstika

Annes og eyjar

Jan 31, 2020

Sláttuvísa


Skoða handrit

Fellur vel á velli
verkið karli sterkum,
syngur enn á engi
eggjuð spík og rýkur
grasið grænt á mosa,
grundin þýtur undir,
blómin bíða dóminn,
bítur ljár í skára.
 
Gimbill gúla þembir,
gleður sig og kveður:
„Veit ég, þegar vetur
vakir, inn af klaka
hnýfill heim úr drífu
harður kemst á garða,
góðir verða gróðar
gefnir sauðarefni.“
 
Glymur ljárinn, gaman!
grundin þýtur undir,
hreyfir sig í hófi
hrífan létt mér ettir,
heft er hönd á skafti,
höndin ljósrar drósar.
Eltu! áfram haltu!
ekki nær mér, kæra!
 
Arfi lýtur orfi,
allar rósir falla,
stutta lífið styttir
sterkur karl í verki,
heft er hönd á skafti,
hrífan létt mér ettir,
glymur ljárinn, gaman!
grundin þýtur undir.

Extra: Fellur vel á velli
Til baka