Valstika

Kvæði samin 1826 - 1832

Jan 16, 2020

Cur me querelis (Horatius)


(Horatius)

 

Hví með sárum þú
sorgartölum
dapran dauða
dregur mér of höfuð?
 
Era það goða
né mín eigin vild
að þú mér fyrr úr heimi hallist,
Maecenas!
minn mikli sómi,
vernd og styrktarstoð.
 
Helft míns hjarta,
hrifi þig á braut
skjótar skapadægur,
hve um skerður
þann skilnað lifa
minnur ástsæll mák?
 
Ótrúan eið
hefi’ eg ei svarið;
nær þú burtu býst
förumk og förumk
fúsir ganga
helveg að hlið vini.
 
Era sá vættur
að mig af þér slíti,
svo hafa okkur sköp á skilið;
ekki eldgálpn
eða upp þótt risi
hundraðhentur þurs.

 

 

Þýtt á árunum 1826-1828.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 b). Eldra eiginhandarrit á stöku blaði er varðveitt á Bessastöðum.
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.


Til baka