Valstika

Kvæði frá ýmsum tímum

Feb 3, 2020

Stök erindi


Benedikt Scheving skæður

Benedikt Scheving skæður,
við skötuhryggjaglæður
á kakalón klakinn út
úr eitruðu hanaeggi;
ekki’ er furða þó leggi
lykt af þér eins og lút.

 


Magnús, vinur! legg og lið

Magnús, vinur! legg og lið
leggjum saman bæði.
Þú ert linur, fær þó frið
fyrir þolinmæði.

 


Skeifi skollafótur

Skeifi skollafótur!
skankalangi Búi!
leiði leppaþór!
æði augnaljótur,
engi bið eg þér trúi,
kauði kampastór!
Þrumar þú í hanabjálkahreysi,
hræsvelgur um teglda fjöl þó geysi,
vappa tekur Valgerður með keisi.
- Vont er að sitji fleiri’ en einn á meisi.

 


Hjörleifs reiði ríður mér á slig

Hjörleifs reiði ríður mér á slig;
svo ég fjúki’ ei flatur út í haga,
fyrstu átta hvassveðursins daga
Öxneyingar á mig reyri sig.

 


Ef hann sendir englamergð

Ef hann sendir englamergð
einum móti skratta!
andskotinn fer fýluferð
og fjóra missir hatta.

 


Æ! hvað níðir svanna sá

Æ! hvað níðir svanna sá
Satans hattur ljótur!
undir honum er auðarná
eins og buslufótur.

Extra: Benedikt Scheving skæður
Til baka