Hvað man það undra
er eg úti sék
þrúðgan þrætudraug
um þveran dal
skyndilega
skýi ríða?
Svartir ro möskvar,
sígur með hálsi fram
slunginn þrætuþinur,
sék á dufli
dökkum stöfum
E.T. illa merkt.
Ertu afi
endurborinn
og ferðu kvikur að kynngi?
Illar stjörnur
veit eg yfir þig
ganga grimmlega úr ginu.
Hættu, hættu
áður að hálsi þér
sjálfum verði snara snúin;
því sá var fanginn
er und fossi hljóp
lax inn lævísi.
Samið árið 1828.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 b I).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.