Valstika

Kvæði samin 1826 - 1832

Jan 16, 2020

La belle


Mín er meyjan væna
mittisgrönn og fótnett,
bjarteyg, brjóstafögur,
beinvaxin, sviphrein;
hvít er hönd á snótu,
himinbros á kinnum,
falla lausir um ljósan,
lokkar, háls inn frjálsa.


Samið á árunum 1829-1832.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 b I).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847. [Fyrirsögn: „Meyjan mín hin væna“].

Til baka