Valstika

Kvæði samin 1826 - 1832

Jan 16, 2020

Marsvínareksturinn


(sem reyndar vóru steinar)

 

„Missum ei það mikla happ,
maginn kann þess gjalda!“
Heldur var í körlum kapp,
þeir köstuðu grjóti – ekkert slapp,
samt mun Hallur hlutnum sínum valda.


Samið á árunum 1829-1832.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 b I).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.

Til baka