Valstika

Kvæði samin 1826 - 1832

Jan 16, 2020

Occidente sole


(Ad amicum)

 

Við skulum sól
sömu báðir
hinsta sinni
við haf líta.
Létt man þá leið
þeim ljósi móti
vini studdur
af veröld flýr.


Samið á árunum 1826-1828.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 b I). Eldra eiginhandarrit er varðveitt á Bessastöðum, á sama blaði og Cur me querelis.
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847 [Fyrirsögn: „Við sólsetur, til vinar síns“].

Til baka