Við skulum sól
sömu báðir
hinsta sinni
við haf líta.
Létt man þá leið
þeim ljósi móti
vini studdur
af veröld flýr.
Samið á árunum 1826-1828.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 b I). Eldra eiginhandarrit er varðveitt á Bessastöðum, á sama blaði og Cur me querelis.
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847 [Fyrirsögn: „Við sólsetur, til vinar síns“].