Sér ei skáldið skip á öldu
skautum búið að landi snúa?
er ei þys við þorskakasir?
þóttast ekki búðadróttir?
„Harður byr að hafnavörum
húna rekur jóinn lúna,
glatt er lið á götustéttum,
glápa sperrtir búðaslápar.“
Samið árið 1830.
Eiginhandarrit er varðveitt á Landsbókasafni (ÍB 13 fol. Handritasafn Bókmenntafélagsins).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.