Valstika

Kvæði samin 1826 - 1832

Jan 17, 2020

Til Keysers


(Þegar við vorið 1827 fyrst fundum útsprungin kattaraugu. In prom.)

 

Þó landhringur bylgjum blám
ey vora í faðmi feli víðum
en fjarri þú hjá vinum blíðum
á móðurjarðar kætist knjám,
mundu þá samt að eitt það er
ígildi snoturt fegri rósa
gleymdu mér ei, sem grær eins hér
á grundu kaldri norðurljósa.


Samið árið 1827.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 b).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847 [Fyrirsögnin: Til R. Keyser].

Til baka