Valstika

Kvæði samin 1833 - 1837

Jan 31, 2020

Heylóarvísa


Spila - Heylóarkvæði

Snemma lóan litla í
lofti bláu „dírrindí“
undir sólu syngur:
„lofið gæsku gjafarans –
grænar eru sveitir lands,
fagur himinhringur.
 
Ég á bú í berjamó,
börnin smá í kyrrð og ró
heima’ í hreiðri bíða;
mata ég þau af móðurtryggð,
maðkinn tíni þrátt um byggð
eða flugu fríða.“
 
Lóan heim úr lofti flaug
(ljómaði sól um himinbaug,
blómi grær á grundu)
til að annast unga smá –
alla étið hafði þá
hrafn fyrir hálfri stundu!


Samið árið 1836.
Eiginhandarrit er ekki til.
Frumprentun í: Fjölnir 2. ár, 1836. [Fyrirsögn Jónasar: „Heylóarvísa“] og síðar prentað í Fjölni 9. ár , 1847 í sögunni „Grasaferð“.
Einnig prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847. [Fyrirsögn: „Heylóar-kvæði“].

Til baka