Valstika

Kvæði samin 1838 - 1842

Jan 31, 2020

Á sumardagsmorguninn fyrsta


(1842)

Þökk sé þér, guð! fyrir þenna blund
er þá ég um síðstu vetrarstund;
hann hressti mig, og huga minn
huggaði fyrir máttinn þinn;
nú hefir sumarsólin skær
sofnaðan þínum fótum nær
vakið mig, svo að vakni þín
vegsemdin upp á tungu mín.
 
Höfundur, faðir alls sem er,
um alheimsgeiminn hvar sem fer,
þú sem að skapar ljós og líf
landinu vertu sverð og hlíf;
myrkur og villu og lygalið
láttu nú ekki standa við,
sumarsins góða svo að vér
sannlega njótum rétt sem ber.
 
Vorblómin, sem þú vekur öll
vonfögur nú um dal og fjöll,
og hafblá alda’ og himinskin
hafa mig lengi átt að vin.
Leyfðu nú, drottinn! enn að una
eitt sumar mér við náttúruna;
kallirðu þá, eg glaður get
gengið til þín hið dimma fet.


Samið árið 1842.
Eiginhandarrit er ekki til.
Frumprentun í: Fjölnir 6. ár, 1843.
Einnig prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.

Til baka