Fagurljósa lokkasafni,
litla Rósa!
þínu hrósa hafnanafni,
helst man kjósa.
Móinsbóla morgunsólu
mærð að góla,
tel eg ólag eftir jól
og utan tóla.
Samið árið 1842.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II).
Frumprentun í: Ljóðmæli eftir Jónas Hallgrímsson. Jón Ólafsson og Jón Sigurðsson hafa séð um útgáfuna. Rvík 1913. [Ásamt Meyjarhjarta með fyrirsögninni: „Rímnastælingar“].