Valstika

Kvæði samin 1838 - 1842

Jan 31, 2020

Hárið


Fagurljósa lokkasafni,
  litla Rósa!
þínu hrósa hafnanafni,
  helst man kjósa.
 
Móinsbóla morgunsólu
  mærð að góla,
tel eg ólag eftir jól
  og utan tóla.


Samið árið 1842.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II).
Frumprentun í: Ljóðmæli eftir Jónas Hallgrímsson. Jón Ólafsson og Jón Sigurðsson hafa séð um útgáfuna. Rvík 1913. [Ásamt Meyjarhjarta með fyrirsögninni: „Rímnastælingar“].

Til baka