Feikna þvaður fram hann bar,
fallega þó hann vefur,
lagamaður víst hann var,
varði tófu refur.
Samið árið 1842.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II). [Á sama blaði og Valdi! virstu nú halda].
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.