Valdi! virstu nú halda
vel mér í stél, séra,
eg skal gefa þér afar
ætilegt sælgæti.
Lambasteik svo þér líki,
ljómandi skyr og rjóma,
Valdi, viljirðu halda
vel mér í stél, séra.
Samið árið 1842.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.