Spila - Efst á Arnarvatnshæðum
Efst á Arnarvatnshæðum
oft hef ég klári beitt;
þar er allt þakið í vötnum,
þar heitir Réttarvatn eitt.
Og undir Norðurásnum
er ofurlítil tó,
og lækur líður þar niður
um lágan Hvannamó.
Á öngum stað eg uni
eins vel og þessum mér;
ískaldur Eiríksjökull
veit allt sem talað er hér.