Ég uni mér ekki’ út í Máney,
og er hún þó skemmtileg;
brimaldan ber þar og lemur
bjargið á annan veg.
Og hins vegar ungar hrjóta
úr hreiðrum með nef og stél,
og eggin velta’ öll oní grjótið,
af því hún hristist svo vel.
Ég uni mér ekki’ út í Máney
og á þó að dveljast hér;
því ég er bringubrotinn –
úr bjarginu hrundi að mér.